Rigning í dag
Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag er gert ráð fyrir austan og suðaustan átt, víða 3-8 m/s, en heldur hvassari með austurströndinni. Skýjað að mestu og rigning eða súld með köflum, einkum suðaustantil, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast á norðanverðu landinu.