Rigning í dag, en frystir í nótt
Faxaflói
Snýst í austan og norðaustan 5-10 m/s með rigningu, en norðaustan 8-13 og slydda síðdegis. Hiti 1 til 6 stig. Léttir til í kvöld og frystir í nótt. Vestan 5-10 á morgun, stöku él og hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 07.11.2007 09:58. Gildir til: 08.11.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Lítilsháttar rigning eða slydda vestantil á landinu, en þurrt og nokkuð bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig, en 1 til 8 stiga frost norðaustanlands.
Á laugardag:
Stíf austlæg átt fyrri hluta dags með rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil, en snjókomu norðaustanlands. Snýst í norðanátt síðdegis og léttir til sunnan- og vestanlands. Áfram svipað hitafar, þó víðast hvar frost um kvöldið.
Á sunnudag:
Hægt vaxandi suðaustanátt, víða hvassviðri og rigning síðdegis, en þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður.
Á mánudag:
Snýst í norðanátt og kólnar með úrkomu víða um land.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hvassa norðlæga átt með snjókomu norðan- og austanlands, en þurrt og víða bjart veður sunnan- og vestantil. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 07.11.2007 08:39. Gildir til: 14.11.2007 12:00.
Af www.vedur.is