Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning eða súld með köflum í dag
Föstudagur 29. október 2004 kl. 09:08

Rigning eða súld með köflum í dag

Klukkan 06:00 í morgun voru sunnan 8-15 m/s og væta víða vestanlands, annars hægari vindur og hálfskýjað eða skýjað. Kaldast var 4 stiga frost á Hallormsstað, en hlýjast 8 stig á Grundafirði og Straumnesvita.
 
Á sunnanverðu Grænlandssundi er 990 mb lægð sem þokast norðaustur.
 
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en hægari vindur austanlands í fyrstu og þykknar smám saman upp. Rigning suðaustantil nálægt hádegi, en skýjað með köflum og þurrt norðaustanlands. Vestlæg átt, 5-10 á morgun og skúrir eða slydduél vestantil, en léttir heldur til austanlands. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024