Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning eða súld í dag
Þriðjudagur 2. nóvember 2004 kl. 09:15

Rigning eða súld í dag

Klukkan 06:00 í morgun var suðlæg átt, víða 5-13 m/s, en hvassari við austurströndina. Skýjað að mestu og væta á víð og dreif. Hiti 4 til 13 stig, svalast í Súðavík, en hlýjast austantil og á Sauðanesvita.

Um 600 km vestur af Snæfellsnesi er 984 mb lægð, en lægð sem er í myndun á Norðurdjúpi, mun þokast norðaustur. Yfir Norðursjó er 1027 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðlæg átt, víða 5-13 m/s, en vaxandi norðaustanátt norðvestantil í nótt og á morgun. Rigning eða súld sunnanlands, skúrir vestantil, en annars skýjað og úrkomulítið. Rigning á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld og um mest allt land í nótt. Dregur talsvert úr úrkomu á morgun. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austast.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024