Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning eða slydda og kalt í veðri
Þriðjudagur 20. apríl 2010 kl. 08:31

Rigning eða slydda og kalt í veðri


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir að vindur snúist msá saman til sunnanáttar, 5-10 m/s og þykkni upp. Dálítil rigning eða slydda síðdegis. Vestlægari og slydduél í kvöld. Norðvestan 5-10 og léttir til í nótt en norðaustlægari á morgun. Frost 1 til 6 stig í fyrstu og í nótt en allt að 4 stiga hiti yfir hádaginn.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 3-5 og þykknar upp. Sunnan 5-8 og rigning eða slydda eftir hádegi en vestlægari og slydduél í kvöld. Norðaustan 5-10 og léttskýjað á morgun. Vægt frost en hiti 1 til 4 stig síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Norðaustan 5-10 m/s og víða él, en úrkomulítið SV-til og léttir til þar um hádegi. Úrkomulítið um kvöldið. Frost víða 1 til 6 stig, en frostlaust syðst.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):

Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Slydda eða snjókoma með köflum S-til en úrkomulítið N-lands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

A-læg átt og slydda með suðurströndinni en annars skýjað með köflum. Hiti svipaður.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna austan- og norðaustanátt með úrkomu um allt land. Hægt hlýnandi veður.

Á mánudag:

Hægviðri og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024