Rigning eða slydda í nótt
Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi austlægri átt og þykknar upp, 10-18 m/s og snjókoma í kvöld, en hægari og úrkomulítið norðan- og austanlands fram á nótt. Rigning eða slydda sunnan- og vestantil í nótt. Suðvestlæg átt, 5-10 á morgun og dregur úr úrkomu. Hlýnandi veður, hiti 1 til 7 stig á morgun, en í kringum frostmark norðaustantil.