Rigning eða slydda
Veðurspá fyrir Faxafóa næsta sólarhringinn: Lægir, breytileg átt 3-8 m/s um hádegi og skýjað með köflum. Þykknar upp seint í kvöld, suðaustan 5-10 og rigning eða slydda með köflum í nótt en skúrir eða slydduél á morgun. Hiti 0 til 4 stig yfir daginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda, en norðan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma á Vestfjörðum og einnig vestast síðdegis. Hiti 0 til 4 stig á láglendi.
Á föstudag:
Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur með snjókomu eða slyddu á Vestfjörðum og allra vestast, en mun hægari vestanátt annars. Hvessir norðaustanlands síðdegis og þurrt að kalla S- og SA-lands. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag:
Ört minnkandi norðvestanátt, víða hæg breytileg átt síðdegis. Dálítill él í flestum landshlutum, einkum norðaustantil. Kólnandi veður.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með dálitlum éljum og fremur köldu veðri, einkum austanlands.