Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning eða slydda
Miðvikudagur 22. nóvember 2006 kl. 08:17

Rigning eða slydda

Á Garðskagavita voru ASA 16 og 3.6 stiga hiti kl. 8.
Klukkan 6 voru suðaustan 10-15 m/s og rigning eða slydda sunnan- og vestanlands, en mun hægara og bjart með köflum norðaustan til. Hlýjast var 5 stiga hiti við suðurströndina, en kaldast 11 stiga frost á Egilsstöðum.

Veðurhorfur við Faxaflóa  næsta sólarhringinn:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en allt að 20 m/s úti við ströndina. Austlægari og skúrir eða él eftir hádegi. Norðlægari á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðaustanátt, 15-20 m/s við suðvesturströndina, en annars talsvert hægari. Víða dálítil rigning eða slydda, en bjart norðaustan til. Austlægari og úrkomulítið eftir hádegi, en víða bjart veður fyrir norðan. Austan og norðaustan 10-15 og úrkomulítið á morgun, en mun hvassara og skúrir eða él suðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestanlands, en frost annars yfirleitt 1 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024