Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning eða skúrir í dag
Föstudagur 25. júní 2004 kl. 08:58

Rigning eða skúrir í dag

Klukkan 6 var austlæg átt, allhvöss (um 15 m/s) syðst á landinu en mun hægari annars staðar. Sunnan- og vestanlands var lítilsháttar rigning eða skúrir, en léttskýjað á Norðurlandi. Hiti 2 til 9 stig.

Austlæg átt, víða 5-10 m/s. Rigning eða skúrir sunnantil á landinu, einkum suðaustanlands. Skýjað með köflum fyrir norðan og dálítil rigning síðdegis. Hiti 7 til 12 stig að deginum. Austan 10-15 og rigning á morgun, en hægari og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024