Rigning á morgun
Á Garðskagavita voru SSV 5 og 11,5 stiga hiti klukkan 8 í morgun
Klukkan 6 í morgun voru norðan 5-10 m/s allra austast á landinu, annars hægviðri. Léttskýjað vestanlands, annars skýjað og sums staðar þoka. Hiti var 6 til 13 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hægviðri og léttskýjað víðast hvar. Suðaustan 3-8 m/s og þykknar upp með súld öðru hverju í kvöld, en 8-13 á morgun og rigning eftir hádegi. Hiti 12 til 19 stig.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Hægviðri og léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands. Annars skýjað og sums staðar súld eða þokuloft, en léttir smám saman til norðan- og austanlands þegar líður á daginn, fyrst til landsins. Þykknar upp sunnan- og vestanlands í kvöld með suðlægri átt og súld öðru hverju. Suðaustan 8-13 og rigning eftir hádegi á morgun, en hægari og bjartviðri norðan- og austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Sunnan- og suðaustan 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt og nokkuð bjart veður norðanlands. Hvessir heldur allra syðst um kvöldið. Hiti 12 til 23 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á laugardag: Suðaustan 3-8 m/s og rigning eða súld, en skúrir seinni partinn. Úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: (Verslunarmannahelgi): Suðvestan- og vestanátt og skúrir eða rigning, en þurrt að mestu austanlands. Lítið eitt kólnandi veður. Á mánudag: (Frídag verslunarmanna): Suðvestanátt og skúrir, en bjartviðri norðan- og austanlands. Hiti 10 til 18 stig