Fréttir

Rifu skilríkin á salerni í FLE
Sunnudagur 3. desember 2017 kl. 06:00

Rifu skilríkin á salerni í FLE

Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu í vikunni afskipti af fimm manna fjölskyldu sem var að koma til landsins og kvaðst vera skilríkjalaus. Það reyndist ekki rétt því á salerni í tollsal fann tollvörður rifin og blaut skilríki sem fólkið viðurkenndi að hafa hent. Fjölskyldan tjáði svo lögreglumanni að fjölskyldumeðlimir hefðu keypt fölsuð vegabréf og aðstoð til að komast til Íslands á samtals rúmlega fimm milljónir króna. Fjölskyldan sótti um hæli við komuna til landsins.

Auk þessa þurfti að lenda flugvél frá Turkish Airlines á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda farþega um borð, viðkomandi var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024