Laugardagur 12. júní 2010 kl. 12:27
Riffill sprakk framan í skotmann
Riffill sprakk framan í skotmann á skotæfingasvæði Skotfélags Keflavíkur og nágrennis nú skömmu fyrir hádegi. Ekki er vitað nánar um atvikið en sjúkrabifreið flutti manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan áfram á sjúkrahús í Reykjavík.