Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 3. maí 2001 kl. 17:00

„Reynum að halda uppi vinnu í verkfallinu“

Verkfall sjómanna hefur nú staðið í rúman mánuð og enn sér ekki fyrir endan á því. „Við bíðum bara og sjáum. Við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna rótækra aðgerða en reynum eftir fremsta megni að halda uppi vinnu“, segir Ingibergur Þorbergsson hjá Nesfiski í Garði.Vísir í Grindavík sá ekki önnur ráð en að taka starfsmenn sína af launaskrá fyrirtækisins. Að sögn Péturs H. Pálssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins var engin önnur leið fær. „Verkfallið er orðið lengra en venjuleg viðbrögt ráða við. Það skaðast náttúrulega allir af verkföllum, sjómenn, útgerðarfyrirtæki og fiskvinnslufólk. VIð verðum mjög lengi að ná upp fyrri vinnslu“, segir Pétur og er alls ekki bjartsýnn á lok verkfallsins. „Það er ekkert í spilunum sem gefur ástæðu til bjartsýni.“ Um 40 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu og var helmingur starfsamanna sendur heim fljótlega eftir að verkfallið hófst en þó á kauptryggingu. Þann 2. maí voru starfsmenn fyrirtækisins síðan teknir af launaskrá og bent á að sækja um atvinnuleysisbætur.
Ingibergur Þorbergsson, útgerðarstjóri hjá Nesfiski sagði að eitthvað væri verið að vinna í fiski, laga til og snyrta. „Við bíðum bara og sjáum. Við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna rótækra aðgerða en reynum eftir fremsta megni að halda uppi vinnu“, segir Ingibergur.


Smábátasjómenn hafa hins vegar gert það gott í verkfallinu og eru að fá gott verð fyrir aflann á markaði. Myndirnar eru teknar við Sandgerðishöfn í vikunni.

Myndir: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024