Reynt að stöðva fréttamann Sjónvarpsins
Um sexleytið í dag gerði lögreglan á Keflavíkurflugvelli athugasemdir við störf fréttamanns og kvikmyndatökumanns Ríkissjónvarpsins þar sem þeir voru staddir við Patterson flugvöll. Voru þeir að vinna frétt vegna nýafstaðinna atburða þegar hermenn gerðu athugasemdir vegna starfa ljósmyndara Víkurfrétta við flugvöllinn í dag. Var þeim tjáð að ekki væri ekki heimilt að mynda Patterson flugvöllinn. Lögreglumenn af Keflavíkurflugvelli voru kallaðir til að beiðni herlögreglunnar. Eftir nokkur símtöl kom í ljós að ekki var hægt að meina fréttamanni og kvikmyndatökumanni sjónvarpsins að mynda við flugvöllinn. Er þetta í annað sinn í dag sem lögreglan og bandaríski herinn gera athugasemdir við störf fjölmiðlamanna utan víggirtra svæða sem herinn á.
Myndin: Hermenn gerðu athugasemdir við störf ljósmyndara Víkurfrétta við Patterson flugvöll í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.