Reynt að ná Fernanda á flot á háflóði í dag
Flutningaskipið Fernanda mun hafa verið á of mikilli ferð þegar það kom inn í Sandgerðishöfn í morgun og því hafi það ekki náð beygjunni og strandað við hafnargarðin. Fjöldi manns hefur farið til Sandgerðis í morgun til að sjá skipið í hafnarmynni Sandgerðis.
Kafari fór að skipinu í morgun og svo virðist sem það sé ekkert skemmt og því mun skipsstjóri Fernanda freista þess að bakka skipinu á flóðinu seinni partinn þegar háflóð verður. Skipið hefur ekkert hreyfst þrátt fyrir að fjarað hafi frá því í morgun.
Varðskipið Þór var komið fljótlega að flutningaskipinu og er rétt hjá því og mun verða þar til það kemst á flot. Björgunarsveit Landsbjargar í Sandgerði hefur verið við störf vegna strandsins í dag en Landhelgisgæslan stýrir björgunaraðgerðum á strandstað.
VF-myndir/pket
-
-