Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 27. maí 1999 kl. 23:04

REYNT AÐ GABBA LÖGREGLUMENN

Síðastliðinn sunnudagsmorgun um kl. 08 var lögreglunni tilkynnt um tvo unglinga sem væru að fara inn í bifreiðar að Heiðarhvammi í Keflavík. Á leiðinni á vettvang rákust lögreglumenn á tvær unglingsstúlkur sem sögðu tvo pilta hafa verið að verki en hlaupið á brott. Lýsing vitnisins kom síðan lögreglunni talsvert á óvart því hún kom heim og saman við stúlkurnar sem þeir voru nýbúnir að tala við. Ekki komust stúlkurnar langt á lyginni því laganna verðir höfðu snarar hendur og náðu þeim aftur enda með nöfn og heimilisföng þeirra á hreinu. Eru þær grunaðar um að hafa farið inn í 6 bifreiðar við Heiðarhvamm.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024