Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reynir Katrínar sýnir Seiðlæti ginnungagaps
Miðvikudagur 17. ágúst 2005 kl. 11:32

Reynir Katrínar sýnir Seiðlæti ginnungagaps

Verk Reynis Katrínar, Seiðlæti ginnungagaps, sem byggir á ljóðum hans um sextán gyðjur, verður frumflutt á Íslandi í Tjarnarbíó á morgun. Verkið setti hann upphaflega upp í New Mexico með hjálp Unnar Lárusdóttur, sem titlar sig sem tónskáld, seiðkonu og gólara og Heather Wulfers, seiðdansara.

Reynir Katrínarson er þekktur undir ýmsum nöfnum. Hann er galdrameistari, skáld, myndlistarmaður, spámaður og heilari svo eitthvað sé nefnt. Unnur lagði stund á nám í Bandaríkjunum og lokaverkefni hennar var sýning tileinkuð gyðjunum sextán en áður hafði hún samið lag um eina gyðjuna fyrir uppákomu í Ásatrúarfélaginu. Heather lagði stund á dans í sama skóla og var fengin til að túlka hverja gyðju fyrir sig, en samkvæmt Reyni á hver og ein gyðja ákveðna hreyfingu.

„Það er erfitt að útskýra sýninguna er þar sem upplifun hvers og eins spilar inní. Eitt er víst að enginn er að gera sýningu á við þessa,“ sagði Reynir. Þess má geta að verkefni þetta er styrkt af minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur.

Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða. Forsala aðgöngumiða hefst í Tjarnarbíói, Reykjavík klukkan 18:30. Sýningin hefst klukkan 20:00 og kostar kr. 1500.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024