Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reynir Katrínar með sýningu á Sandgerðisdögum
Fimmtudagur 26. ágúst 2004 kl. 09:52

Reynir Katrínar með sýningu á Sandgerðisdögum

Reynir Katrínar myndlistarmaður, heilari og sjáandi opnar sýningu sína í Fræðasetrinu í Sandgerði þann 28 ágúst kl. 13°° . Allir hjartanlega velkomnir.
Sýningin er opin helgar kl 13°° - 17, og virkadaga 9°° - 17°° .
Á sýninguni eru verk unnin í olíu, vatnsliti og steina ( Djúpalóns perlur ).
Á sýningunni gefst gestum sá möguleiki að panta sér tíma nudd, Freoheilun, áruteikningu, spálestur, rúnalestur og fleira sem Reynir Katrínar starfar við.
Reynir hefur hannað nýtt rúnasett sem hann nefnir Steina guðanna. Þar eru rúnir goðanna grafnar í Djúpalónsperlur. Einnig hefur Reynir síðastliðin ár verið að vinna við sköpun og samsetningu á Freo Gyðjuheilun, þar sem notaðir eru steinar, steinadropar, miðlun, tónar, hreifing, æfingar og önnur orkuvinna hvort sem er í eða fyrir utan líkaman.
Á sýningunni verður hægt að fá skýringar á rúnasettunum og öðrum verkum Reynis, eins og Þagnar Þulunum og Altari sannleikans.
Sýningin opnar 28 ágúst og stendur til og með 5 september.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024