Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reynir GK í slipp eftir hafraunir í síðustu viku
Mánudagur 12. febrúar 2007 kl. 09:53

Reynir GK í slipp eftir hafraunir í síðustu viku

Netabáturinn Reynir GK 355 var tekinn í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir helgi en skipverjar á bátnum komust í hann krappan í síðustu viku þegar báturinn varð vélarvana rétt vestan við Grindavík og tók að reka að landi. Báturinn var aðeins um 200 metra frá landi þegar skipverjum á dragnótabátnum Þresti tókst að koma bátnum í tog. Þeir voru þá staddir út af Staðarhverfi, rétt vestan við Grindavík. Fimm menn voru í áhöfn Reynis GK og amaði ekkert að þeim.
Reynir GK355 er 70 tonna eikarbátur smíðaður í Danmörku árið 1957. Talið er að um bilun í skrúfu hafi leitt til þess að skipið tók að reka að landi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024