Reyndi að svindla út lyf
Lögreglan á Suðurnesjum var nýverið kvödd á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem fyrir var einstaklingur, er hafði gefið upp kennitölu annars manns, þegar hann óskaði eftir að hitta lækni. Erindi hans var að fá róandi lyf hjá lækninum, sem gerði lögreglu viðvart. Einstaklingurinn framvísaði þá greiðslukorti með mynd og viðurkenndi að hafa gefið upp rangt nafn og kennitölu við komu og í viðtali við lækninn.