Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum
Sunnudagur 25. nóvember 2007 kl. 10:24

Reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum

Þrír ökumenn voru í nótt kærðir fyrir meinta ölvun við akstur, tveir á Grindavíkurvegi og einn í Reykjanesbæ.

Einn ökumannanna missti stjórn á bíl sínum á Grindavíkurvegi með þeim afleiðingum að bíllinn valt á veginum. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum slapp án meiðsla og gistir fangageymslu.

Sá sem grunaður var um ölvunarakstur í Reykjanesbæ reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum en var handsamaður og gistir einnig í fangaklefa.

Skýrslur verða teknar af mönnum þessum þegar áfengisvíman verður runnin af þeim.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024