Laugardagur 27. nóvember 2004 kl. 14:29
Reyndi að komast ölvaður inn í hús
Fimmtán ára ölvaður unglingur reyndi í nótt að komast inn í hús við Elliðavelli í Reykjanesbæ og var málið tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík. Þegar lögreglumenn komu á staðinn handtóku þeir drenginn sem var færður á lögreglustöð og sóttur af föður sínum.