REYNDI AÐ KOMASRT UNDAN LÖGREGLU
Tvítugur piltur kitlaði pinnann aðeins of mikið á Hafnargötu á laugardag og mældist á 83 km hraða. Hann var með fullan bíl af fólki og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu heldur reyndi að stinga af. Sú tilraun mistókst og fær hinn sami eflaust rukkunarseðil frá sýslumanni innan skamms. Auk þessa unga ofurhuga voru 30 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni sem leið. Er ekki skynsamlegra að eyða peningunum í eitthvað annað en umferðasektir?