Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reyna björgun á Gottlieb GK í dag
Gottlieb GK 39 liggur á strandstað við Hópsnes. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 15. maí 2015 kl. 11:27

Reyna björgun á Gottlieb GK í dag

– Jarðýtur í fjörunni undirbúa að draga bátinn á land

Jarðýtur eru nú komnar ofan í fjöruna við Hópsnes þar sem Gottlieb GK 39 liggur á strandstað. Báturinn strandaði í hádeginu á miðvikudag þar sem hann varð vélarvana við Hópsnes á leið til hafnar í Grindavík.

Sigurður Stefánsson kafari er á strandstað og stjórnar aðgerðum en reyna á að draga bátinn upp á fjörukambinn eftir hádegið. Báturinn er það mikið skemmdur að hann verður ekki dreginn á flot.

Meðfylgjandi mynd var tekin á strandstað á miðvikudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi

Myndband frá vettvangi strandsins á miðvikudag hér að neðan:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024