Reykur kom undan járnplötu í Kölku
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út í morgun vegna gruns um eld í Kölku. Starfsmenn Kölku sáu reyk koma undan járnplötu og fóru Brunavarnir Suðurnesja með hitamyndavél við plöturnar en aðrar aðgerðir voru ekki hjá þeim á svæðinu og var atvikið minniháttar.
Þá var BS kallað út vegna vatnstjóns á sunnudagskvöldið en heitt vatn hafði lekið úr hitaveitugrind, mikil gufa myndaðist í herberginu en ekkert fór á flot.
Annars hefur verið rólegt að gera hjá Brunavörnum Suðurnesja sem verður að teljast jákvætt enda flestir á ferð og flugi að leita að sólinni þessar vikurnar.