Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykur í fámennu flugi
Boeing 777-200 þota British Airways á Keflavíkurflugvelli nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi
Laugardagur 9. mars 2019 kl. 16:34

Reykur í fámennu flugi

Tilkynnt var um reyk um borð í Boeing 777-200 þotu British Airways suður af landinu í dag. Vélinni, sem var á leið frá London til New York, var snúið til Keflavíkurflugvallar þar sem hún lenti um kl. 15 í dag.
 
Lendingin tókst vel en fjölmennt lið viðbraðgsaðila tók á móti vélinni sem beint var á flugvélastæði við flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli.
 
Ekki hafa fengist upplýsingar hvað olli reyk í vélinni en farþegarnir, liðlega 130 talsins, voru enn um borð í vélinni nú áðan. Þess má geta að þota af þessar stærð tekur um 400 farþega.
 
Hótel hefur verið sett í viðbragðsstöðu og gert tilbúið til að taka á móti farþegunum ef ekki verður haldið áfram yfir hafið.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024