Reyksíminn fær sex milljónir króna
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að styrkja starfsemi Reyksímans með þriggja milljóna króna framlagi á ári í tvö ár. Um er að ræða viðbót við árlegt framlag Lýðheilsustöðvar, sem verið hefur þrjár milljónir króna á ári undanfarin ár og því tvöföldun fjár til starfseminnar. Ráðherra greindi frá þessu á ráðstefnunni Loft 2006 sem haldin er í Reykjanesbæ. Sagði ráðherra að Reyksíminn fengi þriggja milljóna króna viðbótarframlag í ár og næsta ár. Morgunblaðið greinir frá þessu á mbl.is.
Reyksíminn hefur verið rekinn frá árinu 2001, en þá var gerður samningur um starfsemina milli Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, tóbaksvarnanefndar og landlæknisembættisins. Reyksíminn sinnir símaþjónustu og þjónar þeim sem vilja aðstoð við að hætta að reykja, nota tóbak eða hætta notkun nikótínlyfja. Þjónusta Reyksímans er veitt þeim sem kjósa að nýta sér hana að kostnaðarlausu og þjónar Reyksíminn öllu landinu. Síminn er 800 6030.
Ráðstefnan Loft 2006 er haldin í fjórða sinn í Reykjanesbæ nú í haust. Þema ráðstefnunnar er óbeinar reykingar, reykingar á vinnustöðum og í vinnuumhverfi en einnig er fjallað um reykingar út frá sjónarhóli heilsugæslu og það sem efst er á baugi í meðferð við reykingum.
Reyksíminn hefur verið rekinn frá árinu 2001, en þá var gerður samningur um starfsemina milli Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, tóbaksvarnanefndar og landlæknisembættisins. Reyksíminn sinnir símaþjónustu og þjónar þeim sem vilja aðstoð við að hætta að reykja, nota tóbak eða hætta notkun nikótínlyfja. Þjónusta Reyksímans er veitt þeim sem kjósa að nýta sér hana að kostnaðarlausu og þjónar Reyksíminn öllu landinu. Síminn er 800 6030.
Ráðstefnan Loft 2006 er haldin í fjórða sinn í Reykjanesbæ nú í haust. Þema ráðstefnunnar er óbeinar reykingar, reykingar á vinnustöðum og í vinnuumhverfi en einnig er fjallað um reykingar út frá sjónarhóli heilsugæslu og það sem efst er á baugi í meðferð við reykingum.