Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjavíkurmaraþon: Á þriðja hundrað þúsund söfnuðust í Kristínarsjóð
Miðvikudagur 24. ágúst 2016 kl. 06:00

Reykjavíkurmaraþon: Á þriðja hundrað þúsund söfnuðust í Kristínarsjóð

Fjórir hlauparar hlupu fyrir Kristínarsjóð í Reykjavíkurmaraþoni um síðustu helgi og söfnuðu samtals 269.000 krónum. Sjóðurinn var stofnaður af Stígamótum til minningar um Kristínu Gerði Guðmundsdóttur úr Keflavík. Hann er ætlaður konum sem eru á leið úr vændi og/eða mansali og vilja byggja sig upp á nýjan leik. Úr sjóðnum hafa Stígamót veitt konum fjárhagsaðstoð á krítískum augnablikum og stundum hefur sá stuðningur skipt sköpum fyrir þær. Fyrir Reykjavíkurmaraþonið var lítið fjármagn í sjóðnum.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir úr Reykjanesbæ, systir Kristínar heitinnar, var ein þeirra sem hljóp fyrir sjóðinn. Í Víkurfréttum í síðustu viku var viðtal við Berglindi, um lífshlaup systur hennar og sjóðinn. Viðtalið má lesa hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024