Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesviti uppáhaldsviti landsmanna
Mánudagur 28. mars 2005 kl. 14:01

Reykjanesviti uppáhaldsviti landsmanna

Reykjanesviti er uppáhaldsviti Íslendinga samkvæmt könnun Rögnvaldar Guðmundssonar fyrir Siglingamálastofnun og Húsafriðunarnefnd ríkisins. Segir í frétt á ruv.is að Reykjanesviti sé því nokkurs konar þjóðarviti. Garðsskagaviti er í öðru sæti könnunarinnar.

Þar kemur fram að tæp 80% landsmanna hafa áhuga á vitum og um 41% eiga sér uppáhaldsvita. Af þeim nefndi um fjórðungur Reykjanesvita og um 14% Garðsskagavita.

Reykjanesviti var í fyrsta sæti svarenda frá Reykjavík, Reykjanesi, Vesturlandi og Suðurlandi.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að vitar og strandsvæði landsins séu vannýtt sem ferðamannasvæði. Góð samvinna hlutaðeigandi aðila, s.s. Siglingastofnunar Íslands, Húsafriðunarnefndar ríkisins, ferðamálayfirvalda, landeigenda og ferðaþjónustuaðila er nauðsynleg til að sem best megi til takast við að nýta íslenska vita á skynsamlegan hátt í ferðaþjónustu, án þess að í nokkru verði vegið að grundvallarhlutverki þeirra við að vísa sjófarendum veginn.

Hér má sjá skýrsluna í heild sinni

VF-loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024