Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesvirkjun: Vél 1 byrjuð að afhenda orku
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 16:40

Reykjanesvirkjun: Vél 1 byrjuð að afhenda orku

Nú er lokið prófunum á fyrri vélinni í Reykjanesvirkjun og hófst formleg afhending um miðnætti á aðfararnótt miðvikudags.

Vélin er nú að framleiða um 47 MW og er unnið að fínstillingum á vélinni og gufuholum til að ná henni upp í 50 MW en síðan er eftir að tengja eina gufuholu enn við vélina sem þá fer yfir 50 MW í framleiðslu.

Nú eru hafnar prófanir á seinni vélinni og er þess vænst að unnt sé að stytta tímann eitthvað vegna reynslunnar af vél 1 og gæti hún þá verið komin í fulla framleiðslu um miðja næstu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024