Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesþing um helgina
Miðvikudagur 20. febrúar 2008 kl. 14:19

Reykjanesþing um helgina

Framtiðarlandið efnir laugardaginn til Reykjanesþings undir heitinu „Reykjanes: Suðupottur tækifæra“.Þar verður stefnt saman hugmyndaríku fólki úr atvinnulífi, menningu og nýsköpun sem á það sameiginlegt að láta sig atvinnumál og framtíð svæðisins varða
Þingið fer fram á Ránni og hefst kl. 10.

Á Reykjanesþingi verða fjölbreytt framsöguerindi eins og sjá má af dagskrá þingsins hér að neðan en meðal þátttakenda eru frumkvöðlar af Suðurnesjum,
istafólk, atvinnurekendur, stjórnmálamenn, skólafólk og athafnamenn.
Framtíðarlandið vonast til þess að niðurstöður þingsins geti orðið ómetanlegt framlag til áframhaldandi, uppbyggilegrar umræðu um nýsköpun í atvinnulífi, menningu og búsetu á Reykjanesi,  eins og segir í tilkynningu.

Reykjanesþing er öllum opið en mælst er til þess að gestir láti vita af komu sinni á netfangið [email protected]


Dagskrá Reykjanesþings:

Reykjanes: Suðupottur tækifæra

Staður: Veitingastaðurinn Ráin • Hafnargötu 19 • 230 Keflavík
Dagsetning: Laugardagur 23. febrúar
Þingstjóri: Irma Erlingsdóttir, formaður Framtíðarlandsins


10.00 Þingsetning

Skapandi samfélag
10.20 Hjálmar Árnason, Keilir – Atlantic Center of Excellence:
Herstöð breytt í þekkingarþorp
10.45 Hallur Helgason, kvikmyndaframleiðandi:
 Kvikmyndaver á Keflavíkurflugvelli
11.10 Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistarmaður:
Menning á Vellinum
11.35 Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri og einn stofnanda ORF Líftækni:
ORF Líftækni – Græn smiðja

12.00 Hádegishressing. Léttar veitingar verða til sölu og kaffi í boði
Kaffiftárs

Árið 2020: Frítími, fjármál og búseta.
13.00  Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar:
Reykjanes – valkostur við höfuðborgarsvæðið
13.25  Reynir Ingibjartsson, stjórnarmaður í Reykjanesfólkvangi:
Eldfjallagarður á Reykjanesi – ný tækifæri í ferðamennsku og útivist
13.50  Anna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins:
Bláa lónið – stöðug uppspretta nýrra tækifæra
14.15  Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco – Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar:
Reykjanes – Miðpunktur alheimsins.

14.40 Kaffi í boði Kaffitárs

15.00 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir stýrir pallborðsumræðum:
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands
Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
Magnús Ingi Óskarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Calidris
Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar

16.00 Þingslit
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024