Reykjanesskaginn orðinn rólegur
Ró hefur færst yfir jarðskjálftamæla á Reykjanesi en þar mælast nú vart jarðskjálftar. Þegar verslunarmannahelgin gekk í garð fór svæðið umhverfis Keili að nötra og skjálfa og skiptu skjálftar á svæðinu hundruðum en sá sterkasti var upp á 3,1 á Richter. Núna er hins vegar kyrrð yfir svæðinu og aðeins hafa mælst 24 skjálftar síðustu 48 klukkustundir og flestir þeirra eru minni en 1 á Richter.