Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 9. janúar 2001 kl. 22:00

Reykjanessíldin send austur á firði

Siglt er með megnið af síldinni sem nú veiðist við Reykjanes austur á firðiSunnutindur landaði 330 tonnum í Grindavík í gær en sigldi með 600 tonn á Djúpavog. Vilhelm Þorsteinsson landaði 390 tonnum í Grindavík í gær en var síðan sendur austur í loðnuleit. Eina skipið sem heldur áfram í síldarslagnum er Oddeyrin sem landaði í morgun 732 tonnum og er nú að veiðum útaf Sandgerði.

Sverrir Vilhelmsson hjá Grindavíkurhöfn sagði síldina vera mjög góða. Hún væri vel hæf til manneldis en færi hins vegar öll í bræðslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024