Reykjanesrall ESSO 10-11 Maí
Föstudaginn 10 Maí hefst fyrsta umferð Íslandsmóts ESSO í rallakstri hér á Suðurnesjum.Keppnin hefst við Aðalstöðina þar sem fyrsti bíll verður ræstur af stað klukkan 18.30.Síðan verður ekið um Stapaleið og Reykjanes og endað á því að aka innanbæjarleiðina frá Njarðvíkurhöfn meðfram sjónum að vigt við Keflavíkurhöfn, í Reykjanesbæ,leið sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár..Ætlunin er að setja upp hljóðkerfi og reyna að miðla tímum og öðrum upplýsingum um keppnina við Keflavíkurhöfn.Fyrsti bíll inn á höfnina ræsir klukkan 21.30.Seinni umferðin verður síðan ekin klukkan 22.00.Síðan verður tekið næturhlé og ræst aftur á Laugardagsmorgni klukkan 09.00.Þá verður ekið um Stapaleið, Reykjanes ,Ísólfsskála Kleifarvatn og Helguvíkurleið,endamark verður síðan við bensínstöð ESSO Aðalstöðin,klukkan 16.00.Þar verða krýndir sigurvegarar keppninar .Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem er keppnishaldari biður þá sem hugsanlega verða fyrir einhverjum óþægindum vegna lokana að sýna biðlund því að engin leið er lokuð í lengri tíma en eina klukkustund.Okkar ráð er að menn taki því bara rólega og fylgist með og hafi gaman af.
Frekari upplýsingar í síma 8967392 (Garðar).
Frekari upplýsingar í síma 8967392 (Garðar).