Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesorkuver: Framkvæmdir ganga vel
Þriðjudagur 4. apríl 2006 kl. 11:00

Reykjanesorkuver: Framkvæmdir ganga vel

Vinna við raforkuver Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesi gengur vel og er ráðgert að það hefji afhendingu þann 1. maí næstkomandi. Alls hafa verið boraðar 15 holur en upphaflega var gert ráð fyrir 10 - 11 holum. Sú dýpsta eru tæpir 3.100 metrar en orkuverið verður með afköst upp á 2 x 50 megawött.

Júlíus Jónsson, forstjóri HS, upplýsti á aðalfundi félagsins að framkvæmdir hefðu að mestu gengið skv. áætlun „þó ósveigjanleg umhverfislöggjöf eða framkvæmd hennar hafi valdið umtalsverðum viðbótarkostnaði við boranir, kælisjávarlagnir og háspennumannvirki“.
Heildarkostnaður við virkjunina er áætlaður um 11,3 milljarðar auk milljarðs til viðbótar vegna línubyggingar og tengivirkis núverandi línu. Framkvæmdin er fjármögnuð með eigin fé og lánsfé og er gert ráð fyrir að lánsfé verði á bilinu 75 - 80%.

Mynd: Framkvæmdir við raforkuver HS á Reykjanesi eru á fullu þessa dagana, enda stutt í opnun. VF-mynd: Ellert Grétarsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024