REYKJANESHÖLLIN VINSÆL!
Svo virðist sem Reykjaneshöllin sem sumir kölluðu fjölnota íþróttahús, en aðrir einnota, eigi eftir að nýtast vel. Nú þegar hafa nokkrir aðilar farið fram á að fá hana leigða undir sýningar og uppákomur af ýmsu tagi og íþróttaiðkun.Markaðsráði Reykjaneshallarinnar barst beiðni frá K. Steinarssyni ehf., semer með söluumboð fyrir Heklu. Umboðið fer fram á að fá höllina leigða fyrirbílasýningu helgina 26.-27. febrúar n.k. Markaðsráð samþykkti erindið ogfól framkvæmdastjóra MOA og Guðbjörgu Glóð Logadóttur að leggja fram drögað leigusamningi við Heklu, en gera þarf sérstakar ráðstafanir vegnagervigrassins sem búið er að leggja í höllinni.Reykjanesbær hefur þegar gert leigusamning við KSÍ um fótboltamót og-æfingar í Reykjaneshöllinni. Samningurinn er til þriggja ára enuppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara og leigutaki greiðir 9000krónur fyrir hverja klukkustund í höllinni. Deildarkeppni karla og kvenna íknattspyrnu verður haldin í höllinni og landslið KSÍ mun einnig hafa þaræfingaaðstöðu, enda er aðstaðan með því besta sem gerist á Íslandi.Fyrsta knattspyrnuæfingin var haldin í Reykjaneshöllinni á þriðjudag þegarmeistaraflokkur Keflavíkur mætti þangað til æfingar samkvæmt samkomulagiÍAV og Reykjanesbæjar. Það var Gunnar Oddsson sem skoraði fyrsta markið íhúsinu.