Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 19. janúar 2000 kl. 18:45

REYKJANESHÖLLIN VINSÆL!

Svo virðist sem Reykjaneshöllin sem sumir kölluðu fjölnota íþróttahús, en aðrir einnota, eigi eftir að nýtast vel. Nú þegar hafa nokkrir aðilar farið fram á að fá hana leigða undir sýningar og uppákomur af ýmsu tagi og íþróttaiðkun. Markaðsráði Reykjaneshallarinnar barst beiðni frá K. Steinarssyni ehf., sem er með söluumboð fyrir Heklu. Umboðið fer fram á að fá höllina leigða fyrir bílasýningu helgina 26.-27. febrúar n.k. Markaðsráð samþykkti erindið og fól framkvæmdastjóra MOA og Guðbjörgu Glóð Logadóttur að leggja fram drög að leigusamningi við Heklu, en gera þarf sérstakar ráðstafanir vegna gervigrassins sem búið er að leggja í höllinni. Reykjanesbær hefur þegar gert leigusamning við KSÍ um fótboltamót og -æfingar í Reykjaneshöllinni. Samningurinn er til þriggja ára en uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara og leigutaki greiðir 9000 krónur fyrir hverja klukkustund í höllinni. Deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin í höllinni og landslið KSÍ mun einnig hafa þar æfingaaðstöðu, enda er aðstaðan með því besta sem gerist á Íslandi. Fyrsta knattspyrnuæfingin var haldin í Reykjaneshöllinni á þriðjudag þegar meistaraflokkur Keflavíkur mætti þangað til æfingar samkvæmt samkomulagi ÍAV og Reykjanesbæjar. Það var Gunnar Oddsson sem skoraði fyrsta markið í húsinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024