Reykjaneshöllin skaðleg heilsu
Heilbrigðisyfirvöld hafa ítrekað veitt bæjaryfirvöldum frest til að skila úrbótaáætlun. Síðasti fresturinn til þess rann út í gær en ekki liggur fyrir hvað bæjaryfirvöld ætla að gera í málinu. Ljóst er að að skipta þarf um gerfigras í höllinni en kostnaðurinn við það nemur um 25 - 30 milljónum króna. Þann kostnað er ekki að finna á fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem þarf að bera hann.
Heilbrigðisfulltrúi telur líklegt að gefin verði út almenn aðvörun.
Fínn salli sem sest í lungu
Heilbirgðiseftirlit Suðurnesja gerði svifryksmælingar í Reykjaneshöll síðastliðið vor. Gerðar voru mælingar bæði að degi og nóttu til að fá samanburðarmælingu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að mengunin er langt yfir heilsuverndarmörkum.
Um 240 tonn af sandi eru í gervigrasinu í Reykjaneshöll. Að sögn Ernu Björnsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja er um að ræða fínan salla sem þyrlast upp í andrúmsloftið og veldur menguninni. „Það er rétt að fram komi að hér á landi eru ekki ennþá til nein viðmiðunarmörk fyrir inniloft, þannig að málið er ekki svo einfalt. En mælingarnar sýndu engu að síður mjög háa tölu sem er umtalsvert yfir heilsuverndarmörkum ef svipaðar mælingar utandyra hefðu leitt til þessarar niðurstöðu,“ segir Erna.
Í Morgunblaðinu s.l. sunnudag er fjallað um nýlegar erlendar rannsóknir sem læknatímaritið Lancet hefur birt. Þær hafa leitt í ljós að svifryksmengun utandyra, sem aðallega stafar af bílaumferð, veldur beinlínis varanlegum lungnaskaða, sérstakalega hjá börnum.
Heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm. Hvað mælingarnar í Reykjaneshöll sýndu nákvæmlega virðist erfitt að fá uppgefið hjá viðkomandi aðilum en staðfest er að mengunin er langt yfir heilsuverndarmörkum.
„Fáranlegur leigusamningur“
Ljóst er að eina leiðin til að leysa vandamálið er sú að skipta um gervigras í höllinni. Samkvæmt leigusamningi Reykjanesbæjar og Landsafls, sem er leigusali hallarinnar, þarf bærinn að standa undir þeim kostnaði sem lagning nýs gerfigrass hefur í för með sér. Það mun kosta á bilinu 25-30 milljónir króna.
Ólafur Thordarsen, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ, hefur gagnrýnt mjög leigusamninginn og segir hann hreint og klárt fáranlegan. „Ég hef alltaf bent á að þessi samningur hallaði mjög á bæjarfélagið og er mun lakari en aðrir sambærilegir samningar. Hann kveður t.d. á um að eina viðhaldið sem átti að lenda á leigusala var fyrstu fimm árin utanhúss. Auðvitað er ekkert viðhald utanhúss fyrstu fimm árin eins og allir ættu að vita. Þessi leigusamningur er fáránlegur,“ sagði Ólafur í samtali við VF. Landsafl er að mestu í eigu ÍAV og Landsbankans.
Nýtt gervigras ekki fjárhagsáætlun
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir bæjaryfirvöld vera að vinna í málinu. Reynt hafi verið að sporna við svifryksmenguninni með því að vökva gerfigrasið reglulega en það sé vissulega engin langtímalausn. Setja þurfi nýtt gerfigras sem inniheldur önnur efni en það gamla sem orðið sé barn síns tíma. Það hafi hins vegar ekki verið sett á fjárhagsáætlun þessa árs en málið þurfi fljótlega að fá meðferð þar sem tekin verði endanleg ákvörðun um lausn þess. Það muni vera á döfinni.
Getur ekki haldið svona áfram
Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, var inntur eftir því hvort Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hygðist grípa til sérstakra aðgerða vegna málsins, t.d. hvort til greina kæmi að loka Reykjaneshöll.
„Það get ég ekki sagt til um. Það er heilbrigðisnefndar að ákveða hvort farið verði í lokunina strax eða hvort gefin verði út aðvörun til t.d. foreldra barna sem eiga við sjúkdóma í öndunarfærum að stríða. En það er alveg augljóst að þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Magnús.
Heilbrigðisfulltrúi telur líklegt að gefin verði út almenn aðvörun.
Fínn salli sem sest í lungu
Heilbirgðiseftirlit Suðurnesja gerði svifryksmælingar í Reykjaneshöll síðastliðið vor. Gerðar voru mælingar bæði að degi og nóttu til að fá samanburðarmælingu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að mengunin er langt yfir heilsuverndarmörkum.
Um 240 tonn af sandi eru í gervigrasinu í Reykjaneshöll. Að sögn Ernu Björnsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja er um að ræða fínan salla sem þyrlast upp í andrúmsloftið og veldur menguninni. „Það er rétt að fram komi að hér á landi eru ekki ennþá til nein viðmiðunarmörk fyrir inniloft, þannig að málið er ekki svo einfalt. En mælingarnar sýndu engu að síður mjög háa tölu sem er umtalsvert yfir heilsuverndarmörkum ef svipaðar mælingar utandyra hefðu leitt til þessarar niðurstöðu,“ segir Erna.
Í Morgunblaðinu s.l. sunnudag er fjallað um nýlegar erlendar rannsóknir sem læknatímaritið Lancet hefur birt. Þær hafa leitt í ljós að svifryksmengun utandyra, sem aðallega stafar af bílaumferð, veldur beinlínis varanlegum lungnaskaða, sérstakalega hjá börnum.
Heilsuverndarmörkin eru við 50 míkrógrömm. Hvað mælingarnar í Reykjaneshöll sýndu nákvæmlega virðist erfitt að fá uppgefið hjá viðkomandi aðilum en staðfest er að mengunin er langt yfir heilsuverndarmörkum.
„Fáranlegur leigusamningur“
Ljóst er að eina leiðin til að leysa vandamálið er sú að skipta um gervigras í höllinni. Samkvæmt leigusamningi Reykjanesbæjar og Landsafls, sem er leigusali hallarinnar, þarf bærinn að standa undir þeim kostnaði sem lagning nýs gerfigrass hefur í för með sér. Það mun kosta á bilinu 25-30 milljónir króna.
Ólafur Thordarsen, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ, hefur gagnrýnt mjög leigusamninginn og segir hann hreint og klárt fáranlegan. „Ég hef alltaf bent á að þessi samningur hallaði mjög á bæjarfélagið og er mun lakari en aðrir sambærilegir samningar. Hann kveður t.d. á um að eina viðhaldið sem átti að lenda á leigusala var fyrstu fimm árin utanhúss. Auðvitað er ekkert viðhald utanhúss fyrstu fimm árin eins og allir ættu að vita. Þessi leigusamningur er fáránlegur,“ sagði Ólafur í samtali við VF. Landsafl er að mestu í eigu ÍAV og Landsbankans.
Nýtt gervigras ekki fjárhagsáætlun
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir bæjaryfirvöld vera að vinna í málinu. Reynt hafi verið að sporna við svifryksmenguninni með því að vökva gerfigrasið reglulega en það sé vissulega engin langtímalausn. Setja þurfi nýtt gerfigras sem inniheldur önnur efni en það gamla sem orðið sé barn síns tíma. Það hafi hins vegar ekki verið sett á fjárhagsáætlun þessa árs en málið þurfi fljótlega að fá meðferð þar sem tekin verði endanleg ákvörðun um lausn þess. Það muni vera á döfinni.
Getur ekki haldið svona áfram
Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, var inntur eftir því hvort Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hygðist grípa til sérstakra aðgerða vegna málsins, t.d. hvort til greina kæmi að loka Reykjaneshöll.
„Það get ég ekki sagt til um. Það er heilbrigðisnefndar að ákveða hvort farið verði í lokunina strax eða hvort gefin verði út aðvörun til t.d. foreldra barna sem eiga við sjúkdóma í öndunarfærum að stríða. En það er alveg augljóst að þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Magnús.