Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjaneshöllin og Íþróttaakademían flytja
Föstudagur 3. janúar 2014 kl. 11:51

Reykjaneshöllin og Íþróttaakademían flytja

Reykjaneshöllin og Íþróttaakademían í Reykjanesbæ eru að flytja. Þessi tvö áberandi mannvirki hafa staðið við Krossmóa 58 og Krossmóa 60 en munu flytja á Sunnubraut 35 annars vegar og Sunnubraut 56 hins vegar.

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar kemur fram staðfesting á götuheitum í Reykjanesbæ.

1. Þjóðbraut. Hún nær frá Reykjanesbraut og niður að gatnamótum Hafnargötu og Njarðarbrautar.

2. Sunnubraut. Hún liggur frá Parísartorgi, sem er á Þjóðbraut, að Vallarbraut/Afreksbraut. Íþróttaakademían stendur við þessa götu og verður Sunnubraut 35 (en erí dag skráð á Krossmóa 58) og Reykjaneshöllin sem verður Sunnubraut 56 (en er í dag skráð Krossmói 60).

3. Afreksbraut. Hún liggur frá Menntavegi/Vallarbraut vestan Móhaverfis að Melavegi/Hjallavegi.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024