Reykjaneshöll: Minna svifryk mælist strax eftir fyrstu aðgerðir
Nýjar mælingar á svifryksmenguninni í Reykjaneshöllinni leiða í ljós að mengunin er minni eftir að grasið hafði verið ryksugað með nýjum búnaði sem Reykjanesbær keypti á dögunum.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerði mælingar í gær eftir að nokkrar umferðir höfðu verið farnar með nýju ryksugunni dagana á undan. Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, segir að glögglega megi sjá árangur af þeim aðgerðum. Hann sé ekki viðunandi ennþá en taka verði tillit til þess að í gervigrasinu er uppsafnað ryk til sjö ára. Því verði að hamast á því með ryksugunni í nokkrun tíma áður en hægt er kveða upp úr með endanlegan árangur. Framleiðandi vélarinnar fullyrðir að hún eigi að skila tilætluðum árangri.
Á næstunni stendur til að ráðast í allsherjar hreinsum á höllinni þar sem m.a. loftbitar verða hreinsaðir og aðrir staðir sem geta safnað ryki.
Mynd: Fyrstu aðgerðir með ryksugunni lofa góðu.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerði mælingar í gær eftir að nokkrar umferðir höfðu verið farnar með nýju ryksugunni dagana á undan. Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, segir að glögglega megi sjá árangur af þeim aðgerðum. Hann sé ekki viðunandi ennþá en taka verði tillit til þess að í gervigrasinu er uppsafnað ryk til sjö ára. Því verði að hamast á því með ryksugunni í nokkrun tíma áður en hægt er kveða upp úr með endanlegan árangur. Framleiðandi vélarinnar fullyrðir að hún eigi að skila tilætluðum árangri.
Á næstunni stendur til að ráðast í allsherjar hreinsum á höllinni þar sem m.a. loftbitar verða hreinsaðir og aðrir staðir sem geta safnað ryki.
Mynd: Fyrstu aðgerðir með ryksugunni lofa góðu.