Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjaneshöll lokuð vegna svifrykshreinsunar
Föstudagur 28. september 2007 kl. 14:20

Reykjaneshöll lokuð vegna svifrykshreinsunar

Framkvæmdastjóri Menningar, - íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar tók þá ákvörðun í gær að loka Reykjaneshöllinni tímabundið á meðan gervigrasið verður hreinsað enn betur en gert var s.l. sumar, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Mikil svifryksmengun í höllinni hefur verið til vandræða sem kunnugt er.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stóð að mælingum síðastliðinn fimnmtudag sem leiddu í ljós að svifryk í höllinni er fyrir ofan viðmiðunarmörk. Í kjölfarið var ákveðið að loka höllinni í nokkra daga á meðan hreinsum fer fram og verður gerð önnur mæling að henni lokinni.

Reykjaneshöllin var þrifin hátt og lágt í júlí í sumar og skipt um allar loftsíur í húsinu. Að auki voru stokkar, pípur og bitar hreinsaðir og gervigrasið þrifið með sérstakri hreinsivél sem keypt var í vor.

Vonast var til að allar þessar aðgerðir yrðu nægjanlegar á meðan leitað er tilboða í nýja gerð gervigrass í húsið, segir á vef RNB.

Gervigrasið í Reykjaneshöllinni var sett á 1999 og þykir af mörgum vera barn síns tíma miðað við þá þróun sem orðið hefur í framleiðslu slíkra efna á umliðnum árum.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024