Reykjaneshöll lokað vegna þrifa
Reykjaneshöllin verður lokuð frá og með nk. mánudegi til 20. júní vegna þrifa á sal. Svifryksmagn í höllinni mældist yfir heilsuverndarmörkum í könnun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og gripu bæjaryfirvöld því til aðgerða.
Keypt var hreinsivél, eins konar ryksuga, til að ná skaðlegum ögnum upp úr gervigrasinu en einnig var fyrirtækið PA Hreinsun fengið til að sjá um alþrif á salnum.
Tilboð PA Hreinsunar í þrifin var 1.842.600 kr. en hreinsivélin var keypt á kr. 4.751.822.
Mynd af vef Reykjanesbæjar