Reykjanesgönguferð um Þingvelli
Mikil þátttaka var í Reykjanes - Gönguferðum sumarsins, gengu yfir 600 manns um Reykjanesskagann í tíu gönguferðum frá 20. maí - 5. ágúst. Til að fagna skemmtilegu sumri og fallegu hausti verður blásið til haustlitagönguferðar um Þingvelli laugardaginn 3. október, ef veður leyfir.
Gengið verður um fallegt umhverfi þingvalla.
Þingvellir eru sögufrægur staður, þar var Alþingi stofnað árið 930 og kom þar saman til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar, t.d. kristnitakan árið 1000 og lýðveldis-stofnunin árið 1944. Á Þingvöllum eru jafnframt náttúruundur á heimsvísu. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland og þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er elsti þjóðgarður Íslendinga.
Skráning fer fram í síma 420 6000
Gangan tekur 2-3 klst og er við allra hæfi.
Lagt verður af stað frá SBK Grófinni 2, laugardaginn 3. október kl 10:00 og komið til baka fyrir kl 17:00.
Kostnaður kr. 2000.
Leiðsögumaður verður Rannveig L. Garðarsdóttir