Reykjanesbrautin malbikuð í dag

Hægri akein við Grindavíkurveg, í átt að Keflavík, verður fræst og malbikuð í dag, mánudaginn 19. júní er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Akreininni verður lokað á meðan og umferðarhraði fram hjá vinnusvæðinu lækkaður svo búast má við lítilsháttar umferðartöfum til kl. 14 í dag.

Þá verður einnig stefnt að því að fræsa og malbika hægri öxl á Reykjanesbraut hjá Hvassahrauni, í átt að Reykjavík. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum á þeim kafla til kl. 20 í kvöld.