Reykjanesbrautin: Á 155 km/klst í annarlegu ástandi
Aðfaranótt sunnudags var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut þar sem hraði hans mældist 155 km/klst. og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Aðfaranótt laugardags gisti einn aðili fangahús vegna ölvunarástands, tveir voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.
Réttindalaus ökumaður var einnig stöðvaður í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardags.
Í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum er fremur lítið um skráningar eftir helgina. Það má því segja að Verslunarmannahelgin á Suðurnesjum hafi farið vel fram.