Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 17. maí 2002 kl. 15:58

Reykjanesbraut: Tvöföldun hefst í sumar

Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag á Hótel Keflavík vegna breikkunar á Reykjanesbrautinni tilkynnti Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra, að Vegagerðin muni í sumar bjóða út fyrsta áfanga breikkunarinnar. Um er að ræða vegakaflann frá Hvassahrauni og upp á Strandarheiði, um 8 km. kafla. Verklok eru áætluð árið 2004 og er kostnaður rúmar 900 milljónir.
Blaðamannafundurinn fór fram með samstarfi Samgöngumálaráðuneytisins og áhugamannahóps um betri Reykjanesbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024