Fréttir

Föstudagur 17. maí 2002 kl. 15:58

Reykjanesbraut: Tvöföldun hefst í sumar

Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag á Hótel Keflavík vegna breikkunar á Reykjanesbrautinni tilkynnti Sturla Böðvarsson, samgöngumálaráðherra, að Vegagerðin muni í sumar bjóða út fyrsta áfanga breikkunarinnar. Um er að ræða vegakaflann frá Hvassahrauni og upp á Strandarheiði, um 8 km. kafla. Verklok eru áætluð árið 2004 og er kostnaður rúmar 900 milljónir.
Blaðamannafundurinn fór fram með samstarfi Samgöngumálaráðuneytisins og áhugamannahóps um betri Reykjanesbraut.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25