Reykjanesbraut opin eftir malbikunarframkvæmdir
Reykjanesbraut er nú opin á ný eftir malbikunarframkvæmdir síðustu daga. Á síðu Vegagerðinnar segir að vel hafi gengið að malbika brautina í nótt.
Björgunarsveitarfólk og starfsfólk Vegagerðarinnar voru við lokunarstöðvar og helstu gatnamót á malbikunarkaflanum og gengu umferðarlokanir vel. Til stóð að malbika kaflann næsta sumar en talið var nauðsynlegt að ráðast í þær framkvæmdir fyrr til að gæta öryggis vegfarenda í vetur.
Hér að neðan má sjá myndband Vegagerðarinnar frá malbikunarframkvæmdunum í nótt þar sem rætt er við Birki Hrafn Jóakimsson, forstöðumann hjá Vegagerðinni, og Guðjón Viktor Guðmundsson frá björgunarsveitinni Skyggni í Vogum.