Reykjanesbraut lokað vestan Fitja
Búið er að loka Reykjanesbraut vestan Fitja vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Á korti Vegagerðarinnar má sjá að Reykjanesbraut er lokuð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og að Vogum. Þá er allur akstur bannaður á brautinni frá Fitjum og að Grindavíkurvegi.
Frá Reykjanesbraut ofan byggðarinnar í Reykjanesbæ. VF/pket