Reykjanesbraut er lokuð
Ekkert ferðaveður er á Suðurlandi og á Reykjanesi. Reykjanesbraut er lokuð, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hellisheiði og á Sandskeiði og ófært er í Þrengslum. Á mögum leiðum á Suðurlandsundirlendi er þungfært eða þæfingsfærði.
Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s, við Faxaflóann, hvassast við ströndina og éljagangur. Vestan 5-10 í fyrramálið en austan 3-8 seint á morgun og smáél. Frost 0 til 6 stig.
Mynd. Á korti Vegagerðinarinnar má sjá að þungfært og ófært er um allan Reykjanesskagann.
Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s, við Faxaflóann, hvassast við ströndina og éljagangur. Vestan 5-10 í fyrramálið en austan 3-8 seint á morgun og smáél. Frost 0 til 6 stig.
Mynd. Á korti Vegagerðinarinnar má sjá að þungfært og ófært er um allan Reykjanesskagann.