Reykjanesbásinn vakti mikla athygli
Vestnorden ferðakaupstefnan tókst mjög vel í ár að sögn Johans D. Jónssonar ferðamálafulltrúa Reykjanesbæjar, en hún var haldin í Laugardagshöll dagana 13.-15. september. Á kaupstefnunni kynntu ferðaþjónustufyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi hvað þau hefðu upp á að bjóða en nokkur fyrirtæki á Reykjanesi tóku þátt og vöktu kynningarbásar þeirra verðskuldaða athygli.Fyrirtækin sameinuðust um að gera einn stóran Reykjanesbás sem rúmaði öll fyrirtækin. Ákveðin var séstök „lína“ fyrir svæðið sem mæltist mjög vel fyrir.„Sýningin fór þannig fram að ferðaþjónustuaðilar sem tóku þátt í sýningunni pöntuðu viðtöl við ferðaseljendur sem mættu og öfugt. Suðurnesjamenn voru mjög uppteknir við viðtöl við ferðaseljendur sem komu víðsvegar frá í heiminum. Rætt var um þá þjónustu sem hægt er að fá á svæðinu og verð. Fjölmargir sölusamningar voru gerðir milli aðila“, sagði Johan D. og var að vonum ánægður með árangurinn.