Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær vill sameinast Garði og Sandgerði
Föstudagur 18. maí 2012 kl. 13:56

Reykjanesbær vill sameinast Garði og Sandgerði

Reykjanesbær vill fá forráðamenn Sandgerðis og Garðs til fundar um sameiningu sveitarfélaganna. Bókun þessa efnis var samþykkt á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær.

Í ljósi margra álitaefna um framhald verkefna á vegum sveitarfélaga, sem setja aukinn þrýsting á samþættingu verkefna og aukinn kostnað, óskar Reykjanesbær eftir viðræðum við sveitarfélögin Garð og Sandgerði um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Árið 1994 sameinuðust Keflavík, Njarðvík og Hafnir undir nafninu Reykjanesbær. Tölur sýna að rekstrarkostnaður er umtalsvert lægri í sameinuðu sveitarfélagi um leið og tækifæri til faglegrar nálgunar í skólamálum, félagsþjónustu og
skipulagsvinnu eru mun meiri með sameiningu. Ekki er lengur efast um kosti samstarfs í skólamálum. Þá er ljóst að sameiginleg atvinnusvæði, þar sem
fasteignagjöld fara ekki eftir sveitarfélagamörkum, eru eina skynsamlega leiðin til að skapa skipulag sem tekur mið af þörfum atvinnuveganna og skapar betri skilyrði fyrir fjölþætta atvinnustarfsemi. Óskað er viðbragða bæjarstjórna Garðs og Sandgerðis við þessari málaleitan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Friðjón Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar greiddi atkvæði á móti.